Náttúran er takmörkuð auðlind

Hugsum áÐur en viÐ hendum

Um okkur

Íslenska Gámafélagið var stofnað árið 1999 með það að markmiði að auka samkeppni á því sviði atvinnulífsins sem snýr að sorphirðu. Í dag starfa um 300 manns hjá Íslenska Gámafélaginu víða um land.

Íslenska Gámafélagið leitast við að bjóða viðskiptavinum sínum upp á heildarlausn á sviði umhverfisþjónustu. Það getur verið allt frá því að bjóða upp á ráðgjöf á sviði flokkunar og endurvinnslu, losun úrgangs, götusópun, snjómokstur, garðsláttur ásamt því að reka öflugustu véla- og tækjaleigu landsins.

Fyrirtækið hefur í dag yfir að ráða u.þ.b 2.000 járngámum og um 10.000 plastkara sem eru leigð fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum.

mynd-um-okkur-dalkur-1
18891431_1941263492810185_7253721473768399056_o

Þjónustusviðið spannar alla þætti almennrar sorphirðu, frá innsöfnun á heimilissorpi til söfnunar og flutnings á spilliefnum. Auk þess býður fyrirtækið upp á ráðgjöf á sviði endurvinnslu og flokkunarmála, vinnuvélaflutninga, leigu á vinnuskúrum, þurrsalernum, hálkueyðingu ásamt götusópun. Íslenska Gámafélagið er með starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu auk eftirtalinna svæða:

 • Suðurnes
 • Vestmannaeyjar
 • Árborg
 • Flóahreppur
 • Skeið- og Gnúpverjahreppur
 • Skaftárhreppur
 • Reyðarfjörður
 • Fljótsdalshérað
 • Fljótsdalshreppur
 • Akureyri
 • Fjallabyggð
 • Borgarnes
 • Snæfellsnes
 • Sveitarfélagið Hornafjörður

Íslenska Gámafélagið sér um að þjónusta flestar móttökustöðvar Sorpu, ásamt því að þjónusta rúmlega 3000 önnur fyrirtæki. Á einstaklingsmarkaði þjónustar Íslenska Gámafélagið yfir 100.000 heimili og erum við eitt stærsta þjónustufyrirtækið á sviði sorphirðu fyrir einstaklinga á landinu í dag.

Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Gufunesi í sama húsnæði og á því svæði sem Áburðarverksmiðjan var.

Opið er á skrifstofu fyrirtækisins frá 08.00 til 17.00 alla virka daga. Fyrirtækið er með þjónustuvakt alla daga vikunnar til kl 21.00 á kvöldin, þjónustuvaktina er hægt að ná í í síma 577 57 57 eða 840 5757.

mynd

Vottanir og viÐurkenningar

Íslenska Gámafélagið leggur áherslu á að skara fram úr í því sem það tekur sér fyrir hendur.
Við erum stolt af þeim viðurkenningum og vottunum sem við höfum fengið í gegnum tíðina.

FF2016-2018-horz

Framúrskarandi fyrirtæki 2016-2018

Íslenska Gámafélagið hefur hlotið viðurkenningu CreditInfo sem Framúrskarandi fyrirtæki frá árinu 2016. Aðeins um 2% íslenskra fyrirtækja hljóta þessa viðurkenningu en framúrskarandi fyrirtæki byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag fjárfesta og hluthafa

icon

Kuðungurinn

Íslenska Gámafélagið hlaut Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins, sem var afhentur á málþingi um græn störf á degi umhverfisins 2008. 

icon3

ISO vottanir

Íslenska Gámafélagið hefur lengi haft það að markmiði að skara framúr í umhverfismálum og þjónustu. Fyrirtækið hefur vaxið ört og er það til marks um að viðskiptavinir þess séu almennt ánægðir með þá þjónustu og vöru sem fyrirtækið hefur upp á að bjóða. Rekstraraðilar Íslenska Gámafélagsins gera sér hins vegar grein fyrir að það að yfirlýsa eitthvað við viðskiptavininn er eitt, en að fá það staðfest af 3ja aðila er annað. Því var ákveðið að innleiða umhverfisstaðalinn ISO 14001 og leita jafnframt eftir gæðavottuninni ISO 9001 á starfsemi fyrirtækisins. Íslenska Gámafélagið er fyrsta sorphirðufyrirtækið á Íslandi til þess að innleiða ISO 14001 Umhverfisstjórnunarkerfi.

Skoða vottun 14001
Skoða vottun 9001

vr 2012

Fyrirmyndafyrirtæki ársins 2012

Árin 2010 og 2011 var Íslenska Gámafélagið kosið fyrirtæki ársins en árið 2012 lentum við í þriðja sæti. Starfsfólk Íslenska Gámafélagsins þykir gott að starfa hjá fyrirtækinu, telur að vinnumórall sé góður og er umfram allt stolt af fyrirtækinu sínu.

Á ári hverju eru einnig valin Fyrirmyndarfyrirtæki ársins og í ár í hópi stórra fyrirtækja voru þau alls 10 talsins af 110 sem komust á blað. Samkvæmt VR telur það ástæðu til að vekja sérstaka athygli á frammistöðu þessara fyrirtækja sem mörg hver eru ofarlega á lista á hverju ári, hvort sem árar vel eða illa í þjóðfélaginu. Frá árinu 2005 hafa efstu fyrirtækin í könnun VR á Fyrirtæki ársins fengið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki.

jafnlaunavottun

Jafnlaunavottun

Íslenska gámafélagið uppfyllir jafnlaunastaðalinn ÍST:85 og hefur því leyfi Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið. en fyrirtækið var meðal þeirra fyrstu á landinu til að uppfylla skilyrðin. Íslenska gámafélagið var þar áður fyrsta íslenska fyrirtækið til að fá jafnlaunavottun VR. 

Layer-79

Jafnlaunavottun

Þann 17. apríl 2013 fékk Íslenska Gámafélagið fyrst fyrirtækja jafnlaunavottun VR. Þau uppfylla kröfur jafnlaunastaðals sem byggir á vinnu frá staðlaráði Íslands. Vinnan sem liggur að baki slíkri vottun er auðvitað töluverð en þar sem Íslenska Gámafélagið hefur einnig hlotið gæða- og umhverfisvottanir ( ISO 9001 og ISO 14001) þá var grunnvinnan til staðar. Jafnlaunavottunin er ekki eingöngu staðfesting á því að mismunun eigi sér ekki stað hjá konum og körlum í launum.

Jafnréttis- og jafnlaunastefna Íslenska Gámafélagsins kveður t.d. á um að hver starfsmaður sé metinn að eigin verðleikum og allri mismunun eftir kynferði, aldri, kynþætti, kynhneigð, þjóðerni, trúar-eða stjórnmálaskoðunum samræmist ekki stefnu félagsins og að henni sé útrýmt komi hún í ljós. Vinnan að baki jafnlaunavottuninni tryggir einnig betra skipulag, meiri yfirsýn, færri mistök og nákvæmari skjalavinnslu. Úttektir eru framkvæmdar tvisvar á ári af BSI á Íslandi (British Standards Institution).

skipurit

Stefnur